Beint ß lei­arkerfi vefsins
Gula LÝnan

UmrŠ­ubor­


H÷fundur: glßmur
Pˇstfang: ekki skrß­
Dagsetning: 16.2.2007, kl. 20:49:33
Fyrirs÷gn: öryggislyklar fyrir heimabanka
Korkur: Ég er mjög óánægður með nýju öryggislyklana eða öllu heldur hvernig bankakerfið tekur sig saman um þessa framkvæmd. Þetta er að mínu mati ólöglegt samráð. Ég vil geta valið sjálfur bankann sem veitir mér það öryggi sem ég vill sjálfur. Mér finnst óþolandi kommunistmi að einhver öryggisnefnd bankanna neyði þessu drasli uppá mig. Ég þarf að nota hraðbankann minn víða og nenni ekki að dröslast með þennan helv.... öryggislykil með mér hvert sem ég fer. Vissulega er öryggi í hraðbönkum vandamál sem ber að taka alvarlega en þessu vandamáli er hægt að mæta með ólíkum hætti. Til dæmis væri ég til í að kaupa mér tryggingu gegn slíku tjóni. Ég þoli allavega ekki að einhverjir aumir bankamenn ákveði að ég eigi að ferðast um allt með þennan öryggislykil um hálsinn.

Svara ■essum korki
Aftur Ý umrŠ­uefni
Aftur ß forsÝ­u umrŠ­ubor­s


H÷fundur: Sigga
Pˇstfang: ekki skrß­
Dagsetning: 21.2.2007, kl. 18:27:10
Fyrirs÷gn: Re: öryggislyklar fyrir heimabanka
Korkur: Ég nota aldrei auðkennislykilinn. Ég nennti ekki að vera alltaf með hann, þannig að ég fæ bara SMS í símann minn í staðinn. Ég er alltaf með hann á mér hvort sem er. Mjög einfalt.

Svara ■essum korki
Aftur Ý umrŠ­uefni
Aftur ß forsÝ­u umrŠ­ubor­s


H÷fundur: Sunna
Pˇstfang: ekki skrß­
Dagsetning: 17.2.2007, kl. 15:34:58
Fyrirs÷gn: Re: öryggislyklar fyrir heimabanka
Korkur: Þarf líka að nota þetta í hraðbönkum?

Svara ■essum korki
Aftur Ý umrŠ­uefni
Aftur ß forsÝ­u umrŠ­ubor­s


H÷fundur: HR
Pˇstfang: ekki skrß­
Dagsetning: 18.2.2007, kl. 11:44:02
Fyrirs÷gn: Re: öryggislyklar fyrir heimabanka
Korkur: Ég er að mörgu leiti sammála. Ég þarf að hafa húslykla heima hjá mér, lykla í vinnunni og aðra lykla, aðgangslykil í vinnunni og svo þennan nýja auðkennislykil. Allt þetta þyrfti ég að hafa á lyklakippunni minni. Þetta er einfaldlega of mikið. Ég held að það þurfi ekki þennan auðkennislykil í hraðbönkum.

Svara ■essum korki
Aftur Ý umrŠ­uefni
Aftur ß forsÝ­u umrŠ­ubor­s


H÷fundur: Anna
Pˇstfang: ekki skrß­
Dagsetning: 19.2.2007, kl. 0:18:15
Fyrirs÷gn: Re: öryggislyklar fyrir heimabanka
Korkur: Það er rétt að það þarf ekki að nota auðkennið í hraðbönkum, það er bara til notkunar í heimabönkum á internetinu.

Mér finnst svo sem ekkert að þessu og jú, öryggið í notkun netbanka eykst en framkvæmdin í kringum þetta var frekar skrítin. Maður var ekkert látinn vita af því að þetta stæði til, heldur kom auðkennið bara allt í einu í pósti og allt í einu kemst maður ekki inn í heimabankann án þess að nota þetta. Og án þess í rauninni að samþykkja þá skilmála sem fylgja.

Mér skilst svo (heyrði það reyndar frá öðrum nýlega, hef ekki kynnt mér það nánar sjálf) að auðkennislykillinn firri bankann allri ábyrgð á netbönkum viðskiptavina svo að ef einhver misnotkun verður, m.ö.o. ef einhverjum tekst að hakka sig inn á þinn aðgang þrátt fyrir auðkennið þá bætir bankinn ekki tjónið.

Er þetta kannski bara spurning um að hætta bara að nota heimabankann og fara bara í útibúið um mánaðamót eins og í gamla daga? :P

Svara ■essum korki
Aftur Ý umrŠ­uefni
Aftur ß forsÝ­u umrŠ­ubor­s


H÷fundur: Hrˇlfur
Pˇstfang: ekki skrß­
Dagsetning: 20.2.2007, kl. 9:24:48
Fyrirs÷gn: Re: öryggislyklar fyrir heimabanka
Korkur: Þetta er miklu meira mál en svo. Þetta er spurning um að fara að breyta lífsháttum sínum algerlega vegna okurs bankanna. Þetta er orðið þannig að ef maður kemur nálægt banka er maður rukkaður um þjónustugjöld. Maður þarf að passa vandlega að þeir þjónustuþættir sem maður notar kosti ekki pening og sleppa öllu sem bankinn rukkar sérstaklega fyrir. Sérstaklega er mikilvægt að passa mánaðarleg smágjöld sem bankarnir hafa tekið upp á þess að spyrja neytendur. Þetta eru smáaurar um hver mánaðarmót fyrir yfirlit, millifærslur og slíka þjónustu. Gjöld sem virðast ekki mikil en verða að stórum fjárhæðum eftir árið.

Svara ■essum korki
Aftur Ý umrŠ­uefni
Aftur ß forsÝ­u umrŠ­ubor­s


H÷fundur: Hanna
Pˇstfang: ekki skrß­
Dagsetning: 22.2.2007, kl. 8:27:12
Fyrirs÷gn: Re: öryggislyklar fyrir heimabanka
Korkur: Ég las það líka einhversstaðar að bankarnir hefðu rétt á að rukka fyrir notkun þessa auðkennislykla ef þeim hentaði... Hmmm! ef það er rétt hvað er þá að gerast í þjóðfélaginu hérna á Íslandi... það er svoleiðis vaðið yfir okkur og við gerum ekkert í því annað en að tuða og kvarta við hvort annað... Þetta er bara ekki að gera sig. Takið samt eftir einu, að með því að það eru svo margir sem nota heimabanka erum við að spara fyrir bankana, þeir geta fækkað starfsfólki þar sem að fólk kemur ekki eins oft í banka og áður... sumir kannski bara fara aldrei í banka!!! ÞETTA ER BARA ALVEG ÓTRÚLEGT!

Svara ■essum korki
Aftur Ý umrŠ­uefni
Aftur ß forsÝ­u umrŠ­ubor­s


H÷fundur: DÝsla
Pˇstfang: ekki skrß­
Dagsetning: 22.2.2007, kl. 10:48:09
Fyrirs÷gn: Re: öryggislyklar fyrir heimabanka
Korkur: Í sambandi við það má kannski minnast á það að heimsóknum viðskiptavina í bankaútibú hefur fækkað um 14% á ári síðastliðin ár enda eru bankarnir að fækka útibúum, sameina og gera breytingar á rekstri.
En mér skilst að það verði bara rukkað fyrir að fá nýjan auðkennislykil ef maður týnir upphaflega lyklinum eða hann skemmist, sem er súrt því maður bað ekkert um að fá þetta í fyrsta lagi.

Svara ■essum korki
Aftur Ý umrŠ­uefni
Aftur ß forsÝ­u umrŠ­ubor­s
Netspjall