Beint á leiđarkerfi vefsins
Gula Línan

Bláberjabrennivín, berjalíkjörar og ađrir snafsar

Einhverra hluta vegna finnst okkur gott ađ fá okkur ljúfan snafs međ jólaforréttunum á hefđbundnum jólahlađborđum. Seilumst viđ ţá helst í íslenska brennivíniđ eđa ákavíti. Jólaákavítiđ frá Aalborg er sérstaklega gott en ţar á bć er uppskriftin aldrei eins 2 ár í röđ og ekki flaskan heldur. Flaskan sjálf gjörbreytist á fjögurra ára fresti en árlega er breytt lítillega um útlit s.s. ártal o.fl.

Brennivín og ákavíti er einfalt ađ skreyta. Takiđ t.d. fötu sem er lítiđ víđari en flaskan og nćr henni upp ađ hálsi. Setjiđ ýmislegt jólaskraut, köngla, hnetur, jólakúlur, kerti eđa annađ sem ykkur dettur í hug ofan í, og flöskuna ađ sjálfsögđu, og fylliđ upp međ vatni. Ţetta er svo sett í frost og fatan rennur af nćsta dag ţegar henni er haldiđ undir heitri vatnsbunu. Passiđ bara ađ bera fram á einhverju sem tekur viđ vatninu ţegar klakinn bráđnar.

Brennivín getur s.s. veriđ skemmtilegt, ekki bara vegna áhrifanna. Sjálfum finnst mér samt mest gaman ađ búa til mína eigin snafsa og sćki ég ţá í visku ţeirra finnsku og sćnsku.

snaps2

Vín veita yl

Hefđbundin víngerđ úr vínberjum er ţekkt um mest alla Suđur-Evrópu en í Norđur-Evrópu, ađallega á Norđurlöndum, býđur veđurfariđ ekki upp á slíka víngerđ. Ţess í stađ hafa norrćnir menn í gegnum aldirnar tekiđ upp á ţví ađ laga vín úr öđrum berjum s.s. rifsberjum, krćkiberjum og bláberjum. Ţetta uppátćki er einna ţekktast í Svíţjóđ og í Finnlandi ţar sem berin eru látin liggja ásamt sykurlög í brenndum vínum eins og vodka eđa gini. Ţessi ađferđ er hvoru tveggja í senn skemmtileg og gefur sömuleiđis af sér ljúfan drykk til ađ veita yl á köldum vetrarnóttum. 

Sloe Gin
Finnar eru sérstaklega ţekktir fyrir ađ leggja ber og jurtir í brennivín. Ţessa uppskrift má útfćra á ýmsan hátt međ ýmsum berjum og fjölmörgum jurtum. Eins og hún kemur fyrir hér er hún tiltölulega einföld og kallast ađ hćtti heimamanna "Oratuomi-snapsi". 

400 g ber (t.d. bláber eđa krćkiber. Upprunaleg uppskrift er međ Sloe berjum eđa ţyrniplómum)
2 tsk hunang
500 ml af 40% gini eđa öđru brennivíni

Skoliđ berin vandlega og frystiđ ţau. Setjiđ ţau síđan frosin á flösku, bćtiđ viđ hunanginu og gininu og innsigliđ vel. Látiđ standa viđ stofuhita í 3-4 mánuđi og njótiđ síđan vel.

Krćkiberjalíkjör
Hér er svo önnur uppskrift sem er enn einfaldari og í hana getum viđ í sjálfu sér notađ hvađa ber sem er ţó uppskriftin eigi viđ krćkiber. 

4-500 g ber
1 kg sykur
1 l vodka

Sultiđ berin vel og blandiđ viđ sykurinn og vodkann. Helliđ öllu saman á flöskur, innsigliđ vel og geymiđ í kćli í 3-4 vikur.

Einfalt í desember
Á ađeins nokkrum dögum má útbúa frábćra snafsa, hér eru 2 einfaldar uppskriftir:

70 cl gin (ein flaska)
3 dl hunang, gjarnan af betri gerđinni
2 pakkar bláber


70 cl vodka (ein flaska)
3 dl hunang, gjarnan af betri gerđinni
1 pakki frosin blönduđ ber (fćst í flestum matvörubúđum)

Leysiđ hunangiđ upp í spíranum og helliđ berjunum út í. Lokiđ vel fyrir og látiđ standa viđ stofuhita í 4-7 daga. Smakkiđ eftir 3-4 daga og metiđ hvort bćta ţurfi hunangi viđ.

Ađ lokum langar mig ađ vísa á forvitnilega síđu sem ég fann á netinu, uppfull af uppskriftum og fróđleik: "Fyrsta opinbera bláberjavefsíđan" frá Norđur-Ameríska bláberjaráđinu. Allt er nú til!

Gangi ykkur vel viđ vín- og sultugerđ og verđi ykkur ađ góđu.


Ţessi fróđleiksmoli er í bođi Cocktail.is veisluţjónustu

Frekari upplýsingar: www.cocktail.isNetspjall